Erlent

Harry Bretaprins veðurtepptur á Suðurskautslandinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Bretaprins á Suðurskautslandinu
Harry Bretaprins á Suðurskautslandinu nordicphotos/getty
Harry Bretaprins er nú veðurtepptur á Suðurskautslandinu en hann er staddur þar ásamt fötluðum hermönnum í samtökunum Walking With The Wounded.

Hópurinn er einn þriggja sem stefnir á hraðamet að Suðurpólnum en íslenska fyrirtækið Artics Trucks tekur þátt í þessum leiðangri en starfsmenn fyrirtækisins eru sérfróðir í ferðum að þessum toga.

Slæmt veður er á svæðinu og þurfti hópurinn að vera um kyrrt í búðunum Novolazarevskaya.

Hóparnir mættu á Suðurskautslandið á föstudaginn og var ætlunin að vera á svæðinu í nokkra daga til að aðlagast aðstæðum.

Keppnin átti síðan að hefjast í dag en mun líklega ekki fara af stað fyrr en á morgun.

Liðin þrjú keppast um að setja hraðamet á þeirri rúmlega 300 kílómetra leið sem framundan er.

Prinsinn og hermennirnir æfðu sig meðal annars fyrir ferðina hér á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×