Erlent

Bandarískum flugvélum flogið í gegnum loftvarnarsvæði Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
B-52 sprengjuflugvél í lendingu.
B-52 sprengjuflugvél í lendingu. Mynd/EPA
Tveimur bandarískum sprengjuflugvélum af gerðinni B-52 var flogið yfir umdeildar eyjar í austur Kínahafi. Þetta var gert þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína lýstu því yfir á laugardaginn að svæðið væri loftvarnasvæði Kína.

Sagt er frá þessu á vef BBC.

Kína og Japan haf lengi deilt um eyjurnar. Ríkisstjórn Japans hefur sagt að loftvarnarsvæðið eigi ekki rétt á sér og biðlaði til flugfélaga að víkja ekki af venjulegum leiðum sínum í aðflugi til Japan. Flugvélarnar voru óvopnaðar en þrátt fyrir það var flugið ögrun við kínversk stjórnvöld.

Talsmaður frá Pentagon í Bandaríkjunum sagði vélarnar hafa fylgt eðlilegum starfsreglum og ekki hefðust borist nein viðbrögð frá yfirvöldum í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×