Innlent

Mörg þúsund mótmæla uppsögnum á RÚV

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um 500 milljónir króna og fækka starfsmönnum alls um 60.
Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um 500 milljónir króna og fækka starfsmönnum alls um 60. mynd/gva
1.300 manns hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan útvarpshúsið við Efstaleiti í dag, en mótmælin eru undir yfirskriftinni Stöndum með Ríkisútvarpinu.

„Við mótmælum yfirvofandi niðurskurði til Ríkisútvarpsins í nýju fjárlagafrumvarpi og þeirri forgangsröðun sem þar birtist hjá ríkisstjórninni,“ segir í lýsingu um mótmælin á Facebook, en mótmælin hefjast klukkan 12:30.

Þá hafa rúmlega 8.000 skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að afturkalla uppsagnir á RÚV, en 39 starfsmönnum var sagt þar upp í gær. Ríkisútvarpið ætlar að skera niður um 500 milljónir króna og fækka starfsmönnum alls um 60.

Þeirra á meðal eru Margrét Erla Maack og Jóhannes Kr. Kristjánsson úr Kastljósinu, og Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×