Erlent

Negldi punginn á sér fastan við Rauða torgið

Kristján Hjálmarsson skrifar
Pyotr Pavlensky negldi punginn á sér fastan við múrsteina á Rauða torginu í Moskvu á sunnudaginn.
Pyotr Pavlensky negldi punginn á sér fastan við múrsteina á Rauða torginu í Moskvu á sunnudaginn.

Listamaðurinn Pyotr Pavlensky negldi punginn á sér fastan við múrsteina á Rauða torginu í Moskvu í gær til að mótmæla yfirvöldum í Rússlandi.

„Stjórnvöld eru að breyta landinu í eitt stórt fangelsi, stela frá fólkinu og nota peningana til að auka völd lögreglunnar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sem listamaðurinn sendi frá sér.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pavlensky misþyrmir sjálfum sér í þágu listarinnar. Hann saumaði meðal annars saman á sér varirnar til að mótmæla fangelsisdómi yfir Pussy Riot og eitt sinn vafði hann sig inn í gaddavír.

Pavelensky negldi punginn á sér fastann í hádeginu á sunnudag. Klukkustund síðar var hann fluttur á spítala og eftir meðhöndlun þar á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður.

Hann á að mæta fyrir dómara í dag og á yfir höfði sér allt að fimmtán daga fangelsisdóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×