Erlent

Lieberman sýknaður

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Avigdor Lieberman var brosmildur í morgun.
Avigdor Lieberman var brosmildur í morgun. Mynd/AP
Avigdor Lieberman, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels, var í morgun sýknaður af ákærum um spillingu. 

Verði dómnum ekki áfrýjað getur Lieberman tekið aftur við ráðherraembættinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem dómsmál hefur verið höfðað á hendur Lieberman fyrir spillingu, þótt ásakanir um slíkt hafi oft verið viðraðar opinberlega.

Lieberman hefur stundum verið pólitískur andstæðingur Benjamíns Netanjahús en þeir eru nú samherjar. 

Netanjahú hefur beðið með að skipa nýjan mann í embætti utanríkisráðherra, og sagst ætla að ganga frá því þegar dómur væri fallinn í máli Liebermans. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×