Innlent

Erlendir fjölmiðlar um bílveltu Gunnars Nelson

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Erlendir miðlar sýna umferðarslysinu sem bardagakapparnir Gunnar Nelson og Þráinn Kolbeinsson lentu í um helgina og Vísir greindi frá.

Fréttamiðillinn Fox segir frá því á íþróttasíðu sinni að Gunnar hafi lifað af alvarlegt slys og hefur eftir Haraldi föður Gunnars að mun verr hefði getað farið.

Á bardagasíðunni Cage Potato segir einnig frá slysinu en í fyrirsögn er greint frá því að Gunnar Nelson hafi velt bílnum sínum ofan í íslenska á yfir helgina.

Þráinn Kolbeinsson sagði frá því um helgina að Gunnar hafi fengið tvo skurði á hendina en hann sjálfur fékk glerbrot í augað og rispu á hornhimnuna við bílveltuna. Þeir hafi þó báðir sloppið vel.

Bardagakapparnir tveir voru ásamt tveimur öðrum félögum sínum á leiðinni í óvissuferð Mjölnis þegar óhappið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×