Erlent

Rasmussen í vandræðum vegna hás ferðakostnaðar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lars Lökke Rasmussen er í klandri.
Lars Lökke Rasmussen er í klandri. Mynd/Getty Images
Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er í miklum fjölmiðlastormi í heimalandinu eftir að gríðarlegur ferðakostnaður af ferðalögum hans fyrir umhverfissamtök var gerður opinber.

Rasmussen er formaður danska stjórnamálaflokksins Venstre en er einnig formaður umhverfissamtakanna Global Green Growth Institute. Í ljós hefur komið að Rasmussen ferðaðist á fyrsta farrými í boði samtakanna sem fá um 90 milljónir danskra króna úr dönskum ríkissjóð í styrk. Heildarferðakostnaður Rasmussen á síðasta ári var 17 milljónir króna.

Þingmenn sósíalista eru æfir yfir málinu og fara fram á að Rasmusen endurgreiði stóran hluta af kostnaðinum. Christain Friis Bach, þingmaður Radical Venstre, situr einnig í stjórn Global Green Growth Institute og sótti hann sömu fundi og Rasmussen. Ferðakostnaður hans nam aðeins um þriðjungi af kostnaði Rasmussen.

Forsætisráðherrann fyrrverandi segir að hann hafi ekki brotið neinar reglur með því að ferðast á fyrsta farrými og ætlar ekki að endurgreiða mismuninn.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×