Erlent

Hjónabönd fólks af sama kyni leyfð í New Jersey

Þorgils Jónsson skrifar
Hér sést Corey Booker, borgarstjórinn í Newark, gefa saman þær Liz Salerno og Gabriela Celeiro. Booker gaf sjö pör saman eftir miðnætti í gær, þar af voru tvö gagnkynhneigð pör, en Booker hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki standa fyrir nokkrum hjónavígslum fyrr en  jafnrétti yrði tryggt í ríkinu.
Hér sést Corey Booker, borgarstjórinn í Newark, gefa saman þær Liz Salerno og Gabriela Celeiro. Booker gaf sjö pör saman eftir miðnætti í gær, þar af voru tvö gagnkynhneigð pör, en Booker hafði áður lýst því yfir að hann myndi ekki standa fyrir nokkrum hjónavígslum fyrr en jafnrétti yrði tryggt í ríkinu. Mynd/AP
New Jersey varð í dag fjórtánda ríkið í Bandaríkjunum til þess að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni.

Samkynhneigð pör biðu ekki boðanna heldur voru þau fyrstu gefin saman strax eftir miðnætti.

Í síðasta mánuði úrskurðaði undirréttur í ríkinu að ekki mætti meina fólki af sama kyni að ganga í hjónaband. Á fötudaginn hafnaði svo hæstiréttur New Jersey beiðni stjórnvalda undir forystu Chris Christie ríkisstjóra um að viðhalda tímabundnu banni á slíkar vígslur. Christie vildi bíða þar til að æðri dómstig myndu taka afstöðu til áfrýjunar, sem verður í janúar, en hæstirétturinn sagði ríkið ekki hafa sýnt fram á að líklegt þætti að ákvörðuninni yrði snúið við.

Pör af sama kyni máttu áður gangast undir borgaralega vígslu í New Jersey. Þrjú ríki bjóða nú upp á slíkt en ekki hjónavígslur, það eru Colorado, Havaí og Illinois.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×