Erlent

Interpol aðstoðar Grikki við að finna deili á Maríu litlu

Hristos Salis  og Eleftheria Dimopoulou, ásamt Mariu litlu.
Hristos Salis og Eleftheria Dimopoulou, ásamt Mariu litlu. Mynd/AP
Grísk lögregluyfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðalögreglunni Interpol við að komast að því hvaðan Maria, litla stúlkan, sem fannst hjá pari af Roma ættum á dögunum, er upprunnin. Interpol ætlar að veita aðildarlöndum sínum aðgang að DNA gagnagrunni sínum verði óskað eftir því.

Málið hefur vakið mikla athygli síðustu daga en stúlkan er um fjögurra ára gömul og líklega frá norður-Evrópu. Óttast er að henni hafi verið rænt frá foreldrum sínum. Bandarísk hjón hafa þegar haft samband í von um að um sé að ræða dóttur þeirra sem hvarf í Kansas árið 2011 en ólíklegt þykir þó að um sömu stúlku sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×