Erlent

Facebook fjarlægir myndbandið af aftökunni

Hanna Rún Sverisdóttir skrifar
Samskiptamiðilinn hefur ákveðið að herða reglur sína um myndbönd sem geta verið til sýnis á síðunni aftur
Samskiptamiðilinn hefur ákveðið að herða reglur sína um myndbönd sem geta verið til sýnis á síðunni aftur
Myndband sem sýndi aftökur og var lýst sem hryllilegu og samskiptamiðilinn Facebook ákvað að sýna á síðum sínum hefur nú verið fjarlægt. Samskiptamiðilinn hefur ákveðið að herða reglur sína um myndbönd sem geta verið til sýnis á síðunni aftur. PC World segir frá.

Eins og greint var frá á Vísi í gær ákvað samskiptasíðan í vikunni að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottalegan hátt, til að mynda hálshöggvið. Facebook ákvað í maí að banna alfarið slík myndbönd eftir að fjölmargar kvartanir bárust en nú segja forsvarsmenn síðunnar að notendur eigi að geta horft á slíkar aðfarir, til þess að hægt sé að fordæma þær.

Á mánudag benti fréttastofa BBC á það að myndband sem sýndi fólk myrt, væri að finna á síðum Facebook. Þrátt fyrir að myndbandið væri afar hrottafengið ákvað Facebook engu að síður að leyfa því að vera áfram. Rökin fyrir þessu voru tjáningarfrelsi og einnig sýndi myndbandið aftökuna með gagnrýnum hætti en var ekki væri um upphafningu að ræða.

Seint í gær ákvað Facebook þó að fjarlægja myndbandið. Fyrri yfirlýsing Facebook um að leyfa myndbönd sem þessi var fallin úr gildi á einum sólarhring.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×