Erlent

Krefjast viðræðna við Bandaríkjamenn um njósnir

Þorgils Jónsson skrifar
Frakkar og Þjóðverjar hafa óskað eftir viðræðum við Bandaríkjamenn vegna njósna öryggisstofnunarinnar NSA.

Síðustu daga hefur hvert hneykslismálið rekið annað þar sem meðal annars hefur komið upp úr dúrnum að fylgst hafi verið með einkasíma Angelu Merkel kanslara og samskiptum í efstu lögum frönsku stjórnsýslunnar.

Í gær kom svo fram að NSA hafði fylgst með símtölum 35 þjóðarleiðtoga.

Í kjölfarið telja margir að gjá sé að myndast milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu. Merkel sagði meðal annars í gær að nú þurfi að byggja upp traust milli aðila að nýju.

Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að tengslin yfir Atlantshafið hafi ekki rofnað og ættu ekki að breytast í framtíðinni, en til þess þyrfti að endurbyggja og styrkja traust milli aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×