Erlent

37 létust í bílasprengjum

Drengur skoðar bílhræ eftir sprenginguna í dag.
Drengur skoðar bílhræ eftir sprenginguna í dag. Mynd/AP
Sex bílasprengjur sprungu á þrjátíu mínútna tímabili í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 37 manneskjur létust vegna þessa. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Sprengjunum var komið fyrir í bílum sem lagt hafði verið í fjölförnum götum.

Mannskæðasta sprengjan varð í Shaab hverfinu. Hundruðir hafa látið lífið í Írak í mánuðinum og því hefur ofbeldið nú náð hámarki síðan árið 2008. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum létust eitt þúsund manns í september síðastliðnum og tvö þúsund slösuðust. Í óformlegum tölum fyrir októbermánuð kemur fram að 600 manns hafi látið lífið.

Herskáum Súnní-múslimum er oft kennt um árásirnar en þær verða oftast á svæðum þar sem Shia múslimar halda til. Ríkisstjórnin í landinu, sem leidd er af Shia múslimum, hefur verið ásökuð um að hafa ekki brugðist við kvörtunarefnum Súnní-araba. Þeir hafa meðal annars borið því við 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×