Erlent

Búist við flóðum á Englandi

Elísabet Hall skrifar
Búist er við óveðri á Bretlandi en hér á landi verður veður milt en blautt í næstu viku.
Búist er við óveðri á Bretlandi en hér á landi verður veður milt en blautt í næstu viku. Mynd/Vilhelm
Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna mikils óveðurs sem búist er við að gangi á land í kvöld og í nótt. Eru íbúar á Englandi og í Wales hvattir til að halda sig heima við en búist er við rafmagnstruflunum, flóðum og miklum truflunum á samgöngum á mánudagsmorgun.

Búist er við að að vindhraðinn fari upp í 33 metra á sekúndu á suðvesturhluta landsins. Úrkoma geti farið upp í 20-40 mm á sex til níu klukkustunda tímabili þegar úrkoman verður sem mest. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×