Erlent

Vilja konur út úr kaffihúsum í Kúvæt

Þorgils Jónsson skrifar
Hér sést kona njóta reykinga úr vatnspípu á shisha-kaffihúsi. Það þykir harðlínumönnum þar í landi ósæmilegt.
Hér sést kona njóta reykinga úr vatnspípu á shisha-kaffihúsi. Það þykir harðlínumönnum þar í landi ósæmilegt. Mynd/AP

Harðlínumenn í Persaflóaríkinu Kúvæt hafa skorið upp herör gegn því að konur fái að koma inn á svokölluð shisha-kaffihús til að reykja úr vatnspípum. Telja þeir þetta dæmi um innreið frjálslyndrar vestrænnar úrkynjunar.

Kúvæt og valdastéttin þar í landi hafa um langa hríð tengst  Vesturveldunum sterkum böndum, en undanfarin misseri hafa deilur um siði og samfélagslegar hefðir orðið æ háværari.

Nú er barist um hvort konur eigi að fá að fara inn á shisha-kaffihús, hvort sem þær eru einar og þá á sérstökum kvennasvæðum, eða með karlmönnum í för, en kaffihús þessi voru áður aðeins ætluð körlum.

Deilumálin eru hins vegar fleiri þar sem meðal annars er tekist á um hvort hleypa eigi samkynhneigðum farandverkamönnum inn í landið og hvort þar eigi að halda alþjóðlegt mót í knattspyrnu kvenna. Þá var í síðustu viku hætt við hrekkjavökuhátíð í félagsmiðstöð fyrir börn eftir mikinn þrýsting þar sem mörgum þótti sem þar væri um guðlast að ræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.