"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. október 2013 09:32 Aðdáendur landsliðsins eru allt annað en sáttir við framkvæmd miðasölunnar. Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni. Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni.
Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki