"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. október 2013 09:32 Aðdáendur landsliðsins eru allt annað en sáttir við framkvæmd miðasölunnar. Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni. Fótbolti Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Sjá meira
Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni.
Fótbolti Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Sjá meira