"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. október 2013 09:32 Aðdáendur landsliðsins eru allt annað en sáttir við framkvæmd miðasölunnar. Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni. Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Margir Íslendingar hafa brugðist ókvæða við fréttum af því að uppselt sé á leik íslenska landsliðsins gegn Króatíu 15. nóvember. Vísir hafði samband við nokkra aðdáendur sem voru allt annað en sáttir. „Ég er reiður,“ segir Friðrik Ómarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er allt annað en ánægður með framkvæmd miðasölunnar. „Mér finnst lágmark að fólki sé gefið að berjast um þessa miða á jafnréttis grunni og allir sitji við sama borð. Ég spyr mig að því hvort verið sé að stýra því hverjir fái miða þegar miðasala er hafin um miðja nótt,“ segir Friðrik. Henning Árni Jóhannsson, nemi við Háskólann á Bifröst, segist vera mjög svekktur. „Mér hefði aldrei dottið í hug að miðasalan færi í gang klukkan fjögur að nóttu til. Það er alls ekki venjan hjá KSÍ og Miða.is. Persónulega held ég að þeir hafi verið búnir að lofa of mörgum miðum frá sér til styrktaraðila og annarra, og ég hef heimildir fyrir því að mörg fyrirtæki fengu marga miða fyrirfram.“ Agnes Guðnadóttir, nemi, segist vera alveg brjáluð yfir þessu. „Mér finnst algjörlega fáránlegt að gefa fólki ekki kost á einu sinni að kaupa miða. Ég skil ekki af hverju þetta er gert svona, þetta hefur aldrei verið svona áður, ég vaknaði með börnunum mínum klukkan sjö og datt þá ekki einu sinni til hugar að kíkja á netið eftir þessu,“ segir Agnes sem er mikið niðri fyrir. Agnes telur þetta bjóða upp á svartamarkaðsbrask, þegar mönnum býðst að kaupa marga miða í einu og gerir ráð fyrir að þeir komi til sölu fljótlega á hærra verði á netinu. „KSÍ er ekki geðslegur klúbbur,“ segir Pétur Gunnarsson, fyrrverandi blaðamaður, um framkvæmd miðasölunnar á Facebook síðu sinni.
Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira