Fjármagn tryggt til túlkaþjónustu Hrund Þórsdóttir skrifar 10. október 2013 18:30 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár og renna fjármunirnir í Félagslega sjóðinn sem ætlaður er fyrir túlkun við ýmsar athafnir daglegs lífs. Á fjárlögum voru upphaflega veittar 12,6 milljónir króna til þessa en framlagið nú nemur sex milljónum króna. Því er ætlað að leysa tímabundið úr þeim vanda sem upp er kominn vegna túlkaþjónustu, en sjóðurinn tæmdist í byrjun septembermánuðar og var útlit fyrir að heyrnarlausir fengju ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Sjóðurinn þjónar um 200 manns og kemur inn á öll svið daglegs lífs heyrnarlausra og oft atvinnu þeirra. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra snemma í september, en þá sagði hann ekki hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag var fjallað um málið og sagði lögmaðurinn Hrefna Dögg Gunnarsdóttir að réttindi heyrnarlausra til að tjá sig með táknmáli væru tryggð í lögum. „Með þessari stöðu hefur dregið úr þessum lögbundnu réttindum sem heyrnarlausir hafa til að tjá sig á táknmáli, ekki eingöngu í samskiptum við opinber stjórnvöld heldur líka í daglegu lífi og það held ég að sé staða sem þurfi mjög gagngert að taka til endurskoðunar,“ sagði Hrefna. Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar og benti Hrefna á að þótt ríkjum væri gefið svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi væru þau bundin af lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þá sagði hún Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlættu ekki brot gegn skyldum ríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. „Mannréttindi eru ekki munaður og þar af leiðandi er ekki hægt að skera þau niður eins og einhvern lúxus,“ sagði Hrefna. Fjármagn hefur nú, eins og áður sagði, verið tryggt. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár og renna fjármunirnir í Félagslega sjóðinn sem ætlaður er fyrir túlkun við ýmsar athafnir daglegs lífs. Á fjárlögum voru upphaflega veittar 12,6 milljónir króna til þessa en framlagið nú nemur sex milljónum króna. Því er ætlað að leysa tímabundið úr þeim vanda sem upp er kominn vegna túlkaþjónustu, en sjóðurinn tæmdist í byrjun septembermánuðar og var útlit fyrir að heyrnarlausir fengju ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Sjóðurinn þjónar um 200 manns og kemur inn á öll svið daglegs lífs heyrnarlausra og oft atvinnu þeirra. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra snemma í september, en þá sagði hann ekki hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag var fjallað um málið og sagði lögmaðurinn Hrefna Dögg Gunnarsdóttir að réttindi heyrnarlausra til að tjá sig með táknmáli væru tryggð í lögum. „Með þessari stöðu hefur dregið úr þessum lögbundnu réttindum sem heyrnarlausir hafa til að tjá sig á táknmáli, ekki eingöngu í samskiptum við opinber stjórnvöld heldur líka í daglegu lífi og það held ég að sé staða sem þurfi mjög gagngert að taka til endurskoðunar,“ sagði Hrefna. Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar og benti Hrefna á að þótt ríkjum væri gefið svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi væru þau bundin af lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þá sagði hún Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlættu ekki brot gegn skyldum ríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. „Mannréttindi eru ekki munaður og þar af leiðandi er ekki hægt að skera þau niður eins og einhvern lúxus,“ sagði Hrefna. Fjármagn hefur nú, eins og áður sagði, verið tryggt.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira