Fótbolti

Sportspjallið: Guðjón og Hjörvar ósammála um Eið Smára

Guðjón Þórðarson og Hjörvar Hafliðason eru gestir vikunnar í Sportspjallinu. Þar ræða þeir ítarlega um íslenska landsliðið í knattspyrnu.

Í þættinum stilltu þeir félagar upp sínu draumabyrjunarliði fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.

Samhljómur er í byrjunarliði þeirra félaga en ekki þegar kemur að Eiði Smára Guðjohnsen. Guðjón vill byrja með Eið Smára en Hjörvar vill hafa hann á bekknum.

Innslagið má sjá hér að ofan.

Sportspjallið verður svo birt í heild klukkan 12:00 á morgun á Vísi.

Þátturinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×