Jafntefli í Slóveníu í kvöld eru bestu úrslitin fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 14:15 Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er örugglega með allt á hreinu hvað varðar stöðuna í riðlinum. Mynd/Pjetur Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik) Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira