Erlent

Vá fyrir dyrum í Washington

Gunnar Valþórsson skrifar
Nú er tæpur sólarhringur þar til Bandaríkin hætta að geta greitt  af lánum sínum og því þarf nauðsynlega að hækka hið svokallaða greiðsluþak.
Nú er tæpur sólarhringur þar til Bandaríkin hætta að geta greitt af lánum sínum og því þarf nauðsynlega að hækka hið svokallaða greiðsluþak. AP
Stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að leysa deilumál sín í milli en nú er tæpur sólarhringur þar til landið hættir að geta greitt  af lánum sínum og því þarf nauðsynlega að hækka hið svokallaða greiðsluþak.

Repúblikanar á þingi hafa hinsvegar neitað að verða við því auk þess sem þeir neituðu að skrifa undir fjárheimildir ríkisins með þeim afleiðingum að um áttahundruð opinberir starfsmenn hafa setið auðum höndum í tæpan mánuð.

Stjórnmálamenn víða um heim og hinir ýmsu sérfræðingar í efnahagsmálum hafa eindregið varað við því að mikil hætta sé á ferðum fyrir efnahag heimsins, komist menn ekki að samkomulagi, en þó virðist lítið þokast í þá átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×