Eiturlyfið krókódíll orðið vandamál í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2013 15:02 Amber Neitzel sýnir hér sár sem hún er með á fætinum. Systir hennar Angie situr við hliðina á henni. Mynd/Mailonline Systurnar Amber og Angie Neitzel, frá Joilet í Illinois ríki í Bandaríkjunum hafa neytt eiturlyfsins Krókódíll í um það bil eitt og hálft ár. Eftir þessa neyslu er mikinn mun að sjá á þeim og þær eru með ljót sár á líkamanum. Þær systur leyfðu ljósmyndurum frá Dailymail að taka myndir af sárunum. Amber og Angie segjast ekki hafa vitað að þær væru að neyta krókódíls í fyrstu og héldu að þær væru að neyta venjulegs heróíns. Þær sögðu blaðamanni að á þeim tíma vildu þærfrekar krókódíl því það kostaði einungis tíunda af venjulegu heróíni og víman var meiri. Eftir nokkrar vikur fóru að myndast sár á fótum og höndum þeirra en eiturlyfinu var gefið nafnið vegna þess að hrúður myndast á neytendum þess sem minnir á krókódílahúð. Læknirinn Abhin Singla segir sárin vera ólík einhverju sem hann hafi áður séð. „Sárin fara alveg inn að beini. Þau líta illa út og verra en nokkuð sem ég hef séð áður.“ Hann bætir við að fólki sem komi á spítalann til hans vegna þess að það er hrætt um að hafa tekið Krókódíl hafi fjölgað og þakkar hann umfjölluninni sem eiturlyfið hefur fengið fyrir það. „Ég reikna þó með að ég muni sjá mun fleiri tilvik á næstu mánuðum vegna þess að ég held að eiturlyfið hafi dreifst. Ég veit ekki hvernig hægt er að stöðva þetta, en það verður að byrja hjá lögregluyfirvöldum. Mörg tilvik hafa komið upp víðsvegar um Bandaríkin og eitthvað þarf að gera.“ Amber segist hafa verið að neyta eiturlyfja í um tíu ár en hún hafi aldrei upplifað annað eins. „Á tímabilum var ég svo veikburða og það blæddi svo mikið úr sárunum að ég hélt ég væri að deyja.“ Þær ákváðu að hætta neyslu eftir að vinur þeirra rétti þeim blað með nafninu Krókódíll og sagði þeim að rannsaka það. Þær eru báðar hættar neyslu en hver dagur er þeim erfiður. Amber og Angie búa við mikinn sársauka og geta vart gengið. Þær þurfa að skipta um umbúðir á átta klukkutíma fresti svo þær fái ekki sýkingu í sárin. „Þeir þurfa að finna hvaðan þetta efni kemur og stöðva það. Ef mín saga hjálpar fólki að hugsa sig tvisvar um þá hefur kannski eitthvað gott komið út úr þessu,“ segir Amber. Á vef Dailymail er sagt að Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna hafi fyrst gert lítið úr áhyggjum vegna Krókódíls en það hafi breyst og nú sé unnið hörðum höndum að því að finna uppruna eiturlyfsins.Þetta sár á læri Amber sýnir þau miklu áhrif sem eiturlyfið getur haft.Mynd/Dailymail Tengdar fréttir Eiturlyf sem étur upp holdið komið til Bandaríkjanna Tvö tilfelli af eiturlyfinu Krókódíll hafa verið tilkynnt í Bandaríkjunum. Eiturlyfið veldur því að hold neytandans rotnar innanfrá. 27. september 2013 10:05 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Systurnar Amber og Angie Neitzel, frá Joilet í Illinois ríki í Bandaríkjunum hafa neytt eiturlyfsins Krókódíll í um það bil eitt og hálft ár. Eftir þessa neyslu er mikinn mun að sjá á þeim og þær eru með ljót sár á líkamanum. Þær systur leyfðu ljósmyndurum frá Dailymail að taka myndir af sárunum. Amber og Angie segjast ekki hafa vitað að þær væru að neyta krókódíls í fyrstu og héldu að þær væru að neyta venjulegs heróíns. Þær sögðu blaðamanni að á þeim tíma vildu þærfrekar krókódíl því það kostaði einungis tíunda af venjulegu heróíni og víman var meiri. Eftir nokkrar vikur fóru að myndast sár á fótum og höndum þeirra en eiturlyfinu var gefið nafnið vegna þess að hrúður myndast á neytendum þess sem minnir á krókódílahúð. Læknirinn Abhin Singla segir sárin vera ólík einhverju sem hann hafi áður séð. „Sárin fara alveg inn að beini. Þau líta illa út og verra en nokkuð sem ég hef séð áður.“ Hann bætir við að fólki sem komi á spítalann til hans vegna þess að það er hrætt um að hafa tekið Krókódíl hafi fjölgað og þakkar hann umfjölluninni sem eiturlyfið hefur fengið fyrir það. „Ég reikna þó með að ég muni sjá mun fleiri tilvik á næstu mánuðum vegna þess að ég held að eiturlyfið hafi dreifst. Ég veit ekki hvernig hægt er að stöðva þetta, en það verður að byrja hjá lögregluyfirvöldum. Mörg tilvik hafa komið upp víðsvegar um Bandaríkin og eitthvað þarf að gera.“ Amber segist hafa verið að neyta eiturlyfja í um tíu ár en hún hafi aldrei upplifað annað eins. „Á tímabilum var ég svo veikburða og það blæddi svo mikið úr sárunum að ég hélt ég væri að deyja.“ Þær ákváðu að hætta neyslu eftir að vinur þeirra rétti þeim blað með nafninu Krókódíll og sagði þeim að rannsaka það. Þær eru báðar hættar neyslu en hver dagur er þeim erfiður. Amber og Angie búa við mikinn sársauka og geta vart gengið. Þær þurfa að skipta um umbúðir á átta klukkutíma fresti svo þær fái ekki sýkingu í sárin. „Þeir þurfa að finna hvaðan þetta efni kemur og stöðva það. Ef mín saga hjálpar fólki að hugsa sig tvisvar um þá hefur kannski eitthvað gott komið út úr þessu,“ segir Amber. Á vef Dailymail er sagt að Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna hafi fyrst gert lítið úr áhyggjum vegna Krókódíls en það hafi breyst og nú sé unnið hörðum höndum að því að finna uppruna eiturlyfsins.Þetta sár á læri Amber sýnir þau miklu áhrif sem eiturlyfið getur haft.Mynd/Dailymail
Tengdar fréttir Eiturlyf sem étur upp holdið komið til Bandaríkjanna Tvö tilfelli af eiturlyfinu Krókódíll hafa verið tilkynnt í Bandaríkjunum. Eiturlyfið veldur því að hold neytandans rotnar innanfrá. 27. september 2013 10:05 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Eiturlyf sem étur upp holdið komið til Bandaríkjanna Tvö tilfelli af eiturlyfinu Krókódíll hafa verið tilkynnt í Bandaríkjunum. Eiturlyfið veldur því að hold neytandans rotnar innanfrá. 27. september 2013 10:05