Gróðureldar brenna nú á nærri hundrað stöðum í Ástralíum, og tugir þeirra eru það erfiðir viðfangs að slökkvilið hefur ekki neitt við ráðið.
Tugir húsa hafa eyðilagst í eldunum á síðustu dögum. Hundruð manna hafa þurft að forða sér af heimilum sínum og að minnsta kosti eitt mannslíf hefur tapast.
Eldarnir geisa í Nýja-Suður-Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu. Á þeim svæðum, sem verst hafa orðið úti, hefur skólum verið lokað og vegir eru einnig lokaðir.
Miklir þurrkar hafa verið á þessum slóðum undanfarið en heldur er að draga úr hitanum, sem lofar góðu fyrir slökkvistarfið.
Gróðureldar geisa í Ástralíu
Guðsteinn Bjarnason skrifar
