Erlent

Verða að gifta samkynhneigða

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Embættismenn í Frakklandi geta nú ekki neitað því að gifta samkynhneigða.
Embættismenn í Frakklandi geta nú ekki neitað því að gifta samkynhneigða.
Stjórnlagadómstóll í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæjar- og borgarstjórar geti ekki neitað að gefa saman fólk af sama kyni.

Hópur bæjar- og borgarstjóra hafði tekið sig saman og neitað að gifta samkynhneigða þar sem það gengi gegn trúarbrögðum þeirra.

Francois Hollande, forseti Frakklands, hafði gert það að einu helsta baráttumáli sínu fyrir félagslegum umbótum að lögleiða giftingar samkynhneigðra í Frakklandi. Í kjölfarið reis alda mótmæla upp í landinu og bentu skoðanakannanir til þess að um helmingur þjóðfélagsins væri á móti giftingum samkynhneigðra.

Stjórnlagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri gengi ekki gegn stjórnarskránni að þess væri krafist af opinberum embættismönnum að gefa saman einstaklinga af sama kyni, burtséð frá hvers kyns persónulegum skoðunum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×