Erlent

Fjórtán ára stúlka lét lífið eftir árás heimilishunda

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þar sem stúlkurnar sátu og snæddu kjötböku, réðust hundarnir að þeim og var Jade mjög illa útleikin eftir árásina og á henni voru sár frá höfði og niður á tær, hún lést af sárum sínum.
Þar sem stúlkurnar sátu og snæddu kjötböku, réðust hundarnir að þeim og var Jade mjög illa útleikin eftir árásina og á henni voru sár frá höfði og niður á tær, hún lést af sárum sínum.
Stjúpfaðir 14 ára breskrar stúlku, sem lést eftir árás fjögurra hunda brast í grát, þegar dómari kvað upp eigandi hundanna færi ekki í fangelsi. Þetta kemur fram hjá Daily Mail.

Stjúpfaðirinn, Michael Anderson sagði að hann væri niðurbrotinn og fullur ógeðs yfir málinu.

Eigandi hundanna, Beverly Concannon 45 ára, hugsaði ekki vel um hundana sína, hún kallaði stærsta hundinn barnið sitt þó hún hefði hann oftast lokaðan í búri. Hún vildi að hundarnir væru varðhundar og þjálfaði þá til þess. 

Þeir fengu ekki næga hreyfingu og voru mjög árásargjarnir.

Stúlkan sem lést hét Jade Lomas-Anderson. Hún var í heimsókn hjá vinkonu sinni, dóttur Beverly, á heimili þeirra. Beverly skildi þær tvær eftir með hundunum og var hún ásökuð um að hafa skilið stúlkurnar eftir í afar hættulegu umhverfi.

Þar sem stúlkurnar sátu og snæddu kjötböku, réðust hundarnir að þeim og var Jade mjög illa útleikin eftir árásina og á henni voru sár frá höfði og niður á tær, hún lést af sárum sínum.

Hundunum var lógað í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×