Vill hæli vegna loftslagsbreytinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. október 2013 10:30 Marflöt eyja í Kiribati-klasanum. Mynd/AP 37 ára gamall maður frá Kiribati-eyjum flutti til Nýja-Sjálands fyrir sex árum ásamt eiginkonu sinni. Þau eiga nú þrjú börn, en maðurinn óskar eftir hæli á Nýja-Sjálandi vegna þeirrar hættu sem stafar af yfirvofandi hækkun yfirborðs sjávar í heimalandi hans. Kiribati-eyjaklasinn í Suður-Kyrrahafi er eitt láglendasta ríki jarðar, en stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa í tvígang vísað á bug þeim rökum hans, að hækkandi yfirborð sjávar geri það að verkum að of hættulegt yrði fyrir hann og fjölskyldu hans að flytja þangað. Engu að síður ætlar Michael Kidd, lögmaður mannsins, að gera eina til raun til viðbótar fyrir dómstólum á Nýja-Sjálandi. Málflutningur hefst 16. október og víða verður fylgst grannt með framvindu réttarhaldanna, því niðurstaðan gæti haft mikið að segja fyrir aðra íbúa á Kiribati, og reyndar fyrir þá tugi milljóna manna sem búa á öðrum láglendsissvæðim víða um heim. Lögfræðingar telja reyndar rökstuðninginn harla langsóttan, en Kidd er staðráðinn í að fara með málið eins langt og komist verður, og áfrýja til hæstaréttar gerist þess þörf. Á Kiribati búa rúmlega hundrað þúsund manns. Þetta eru 33 eyjar nokkurn veginn miðja vegu milli Havaí og Ástralíu, en þær eru dreifðar yfir nokkuð stórt hafsvæði. Tvær eyjanna eru þegar sokknar í sjó og veruleg hætta þykir á að á þegar líða tekur á öldina hverfi stór hluti mikilvægasta ræktarlands eyjanna undir sjó. „Það er engin framtíð fyrir okkur ef við snúum aftur til Kiribati,” sagði maðurinn þegar hann fyrst fór fram á dvalarleyfi á Nýja-Sjálandi. „Sérstaklega fyrir börnin mín. Það er ekkert fyrir að gera þar," sagði hann ennfremur, samkvæmt eftirriti af málflutningi sem AP fréttastofan vitnar í. Hann segir þar að stuttu fyrir aldamótin hafi mikill öldugangur byrjað að brjóta niður varnargarða við þorpið, sem þau bjuggu í. Ekkert holræsakerfi sé í þorpinu, þannig að fólk tók að veikjast af drykkjarvatninu. Þá eru engar hæðir í þorpinu eða nágrenni þess, þannig að fólkið komst ekkert þegar vatnið var farið að ná því í hné. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út nú á mánudag, teljast yfirgnæfandi líkur til þess að yfirborð sjávar hækki um allt að einn metra fyrir næstu aldamót. Ef svo fer, þá sökkva Kiribati-eyjar að stærstum hluta í sjó. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
37 ára gamall maður frá Kiribati-eyjum flutti til Nýja-Sjálands fyrir sex árum ásamt eiginkonu sinni. Þau eiga nú þrjú börn, en maðurinn óskar eftir hæli á Nýja-Sjálandi vegna þeirrar hættu sem stafar af yfirvofandi hækkun yfirborðs sjávar í heimalandi hans. Kiribati-eyjaklasinn í Suður-Kyrrahafi er eitt láglendasta ríki jarðar, en stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa í tvígang vísað á bug þeim rökum hans, að hækkandi yfirborð sjávar geri það að verkum að of hættulegt yrði fyrir hann og fjölskyldu hans að flytja þangað. Engu að síður ætlar Michael Kidd, lögmaður mannsins, að gera eina til raun til viðbótar fyrir dómstólum á Nýja-Sjálandi. Málflutningur hefst 16. október og víða verður fylgst grannt með framvindu réttarhaldanna, því niðurstaðan gæti haft mikið að segja fyrir aðra íbúa á Kiribati, og reyndar fyrir þá tugi milljóna manna sem búa á öðrum láglendsissvæðim víða um heim. Lögfræðingar telja reyndar rökstuðninginn harla langsóttan, en Kidd er staðráðinn í að fara með málið eins langt og komist verður, og áfrýja til hæstaréttar gerist þess þörf. Á Kiribati búa rúmlega hundrað þúsund manns. Þetta eru 33 eyjar nokkurn veginn miðja vegu milli Havaí og Ástralíu, en þær eru dreifðar yfir nokkuð stórt hafsvæði. Tvær eyjanna eru þegar sokknar í sjó og veruleg hætta þykir á að á þegar líða tekur á öldina hverfi stór hluti mikilvægasta ræktarlands eyjanna undir sjó. „Það er engin framtíð fyrir okkur ef við snúum aftur til Kiribati,” sagði maðurinn þegar hann fyrst fór fram á dvalarleyfi á Nýja-Sjálandi. „Sérstaklega fyrir börnin mín. Það er ekkert fyrir að gera þar," sagði hann ennfremur, samkvæmt eftirriti af málflutningi sem AP fréttastofan vitnar í. Hann segir þar að stuttu fyrir aldamótin hafi mikill öldugangur byrjað að brjóta niður varnargarða við þorpið, sem þau bjuggu í. Ekkert holræsakerfi sé í þorpinu, þannig að fólk tók að veikjast af drykkjarvatninu. Þá eru engar hæðir í þorpinu eða nágrenni þess, þannig að fólkið komst ekkert þegar vatnið var farið að ná því í hné. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út nú á mánudag, teljast yfirgnæfandi líkur til þess að yfirborð sjávar hækki um allt að einn metra fyrir næstu aldamót. Ef svo fer, þá sökkva Kiribati-eyjar að stærstum hluta í sjó.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira