Erlent

„Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Barilla er eitt stærsta pastafyrirtæki heims.
Barilla er eitt stærsta pastafyrirtæki heims.
Stjórnarformaður ítalska fyrirtækisins Barilla, sem helst er þekkt fyrir að framleiða pasta, segir að fyrirtækið muni aldrei búa til auglýsingu með samkynhneigðri fjölskyldu í aðalhlutverki. Guido Barilla, stjórnarformaður fyrirtækisins, var í viðtali við ítalska útvarpsstöð á miðvikudag þar sem hann lét þessa skoðun sína í ljós.

„Ég mun aldrei gera auglýsingu með samkynhneigðri fjölskyldu...ef samkynheigðum líkar það ekki þá geta þeir borðað aðra tegund af pasta,“ sagði Barilla.

Samtök samkynhneigðra á Ítalíu telja sig knúa til að taka áskorun Barilla og sniðganga vörur fyrirtækisins. Ítalski þingmaðurinn Alessandro Zan hefur einnig fordæmt orð Barilla og segir þau vott um hommafóbíu. Hann hvetur Ítala til að sniðganga Barilla.

Guido Barilla baðst í gær afsökunar á orðum sínum og benti á að hann vildi með ummælum sínum aðeins undirstrika mikilvægi konunnar í miðju fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×