Innlent

„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guido Barilla stjórnarformaður Barilla sem er eitt stærsta pastafyrirtæki heims.
Guido Barilla stjórnarformaður Barilla sem er eitt stærsta pastafyrirtæki heims.
Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra á Ítalíu hefur tekið fordómafullum ummælum Guido Barilla, stjórnarformanns Barilla, afar illa.

Fólk hefur verið hvatt til að sniðganga vörur frá Barilla og hefur sá áróður dreifst víðsvegar um heiminn.

Hér á Íslandi vekur eftirtekt að Barilla vörur eru á góðum afslætti víðs vegar í búðum. Á facebook-síðu Barilla eru vörur frá Barilla auglýstar í ýmsum Hagkaupsverslunum og í Krónunni á 25 prósent afslætti.

Þeir sem deila myndinni fara í pott og geta unnið vinninga.

Fjölmargir hafa skrifað neikvæðar athugasemdir við auglýsinguna. Má þar nefna setningar eins og: 

„Ég stend með samkynhneigðum og ætla að finna mér annað pasta.“

„Skítt með mannréttindi, frítt stöff! ...nei djók! Ekkert Barilla fyrir mig takk.“

„Það þýðir ekki að setja bara í gang útsölu og ókeypis og halda að það geti bjargað því að forstjóri Barilla hefur hraunað yfir hinsegin fólk opinberlega. Tökum ekki þátt í svoleiðis afturhaldi. Nei takk ómögulega.“

„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk.“

„Spagettíið þeirra er aðeins of "straight" fyrir minn smekk. Vill aðeins meiri fjölbreytileika í pastað mitt.“

Ekki náðist í forsvarsmenn SS sem flytja inn Barilla á Íslandi við vinnslu fréttarinnar.

Á síðu Barilla í Bandaríkjunum hefur komið fram afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu og myndband með Guido Barilla þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×