Erlent

Hundruð unglinga rústuðu heimili ruðningskappa

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Búið var að úða málningu á veggi og loft hússins.
Búið var að úða málningu á veggi og loft hússins.
Fyrrverandi ruðningskappinn Brian Holloway lenti illa í því um síðustu helgi þegar hundruð unglinga brutust inn í hús hans í New York-fylki, héldu veislu og rústuðu heimilinu.

Holloway var að heiman en fékk ábendingu frá syni sínum sem hafði séð ljósmyndir úr veislunni á Twitter. Talið er að allt að 400 ungmenni hafi verið í veislunni og var aðkoman skelfileg þegar Holloway sneri til baka. Húsið var fullt af rusli og búið var að úða málningu á loft og veggi. Skemmdirnar eru sagðar nema að minnsta kosti 20 þúsundum dollara, en það jafngildir um 2,4 milljónum íslenskra króna.

Nú reynir Holloway að hafa uppi á sökudólgunum með vefsíðunni Helpmesave300.com og segist hann vera kominn með nöfn rúmlega 200 unglinga sem birtu myndir af sér úr veislunni. Þau nöfn mun hann afhenda lögreglu sem vinnur nú að rannsókn málsins.

Allt að 400 unglingar skemmtu sér í húsi Colloway.
Skemmdirnar nema að minnsta kosti 20 þúsund dollurum.
Skemmdarvargarnir töluðu um veisluna á Twitter.
Allt í rúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×