Erlent

Kusu sér transgender heimkomudrottningu

Elimar Hauksson skrifar
Cassidy Lynn segir ástæðu þess að hún tók þátt í ár hafa verið sú að koma með yfirlýsingu. "Ef ég vinn, þá myndi það þýða að skólinn viðurkennir mig í því kyni sem mér hefur ávallt liðið. Ég er að gera þetta fyrir alla krakka sem geta ekki verið þeir sjálfir,“
Cassidy Lynn segir ástæðu þess að hún tók þátt í ár hafa verið sú að koma með yfirlýsingu. "Ef ég vinn, þá myndi það þýða að skólinn viðurkennir mig í því kyni sem mér hefur ávallt liðið. Ég er að gera þetta fyrir alla krakka sem geta ekki verið þeir sjálfir,“
Nemendur í Huntington Beach High School í Kaliforníu kusu sér heimkomudrottningu (e. homecoming queen) á dögunum en frá því greinir á vef Los Angeles Times.

Fyrir valinu þetta árið varð Cassidy Lynn Campbell en hún er transkona. Cassidy brast í grát þegar hún var krýnd og sagðist vera afar stolt af því að sigra, ekki bara fyrir sig, heldur fyrir alla aðra.

Cassidy segist hafa fæðst karlmaður en alltaf liðið eins og stúlku. Í framhaldsskóla byrjaði hún síðan lyfjameðferð og hóf með því sína vegferð.

Hún segir ástæðu þess að hún tók þátt í ár hafa verið sú að koma með yfirlýsingu. „Ef ég vinn, þá myndi það þýða að skólinn viðurkennir mig í því kyni sem mér hefur ávallt liðið. Ég er að gera þetta fyrir alla krakka sem geta ekki verið þeir sjálfir,“ sagði hin 16 ára gamla Cassidy áður en hún tók þátt.

Eftir að Cassidy var krýnd varð hún fyrir miklu sjokki og grét mikið á meðan nemendur skólans kölluðu nafn hennar og hópuðust að henni með faðmlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×