Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ Kristján Hjálmarsson skrifar 23. september 2013 11:45 Stefán Einar með gyltuna góðu á afmælisdeginum. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
„Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira