Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ Kristján Hjálmarsson skrifar 23. september 2013 11:45 Stefán Einar með gyltuna góðu á afmælisdeginum. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR, í nýrri færslu á Facebooksíðu-sinni. Stefán Einar fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina og fékk svín að gjöf frá gömlum félögum. „Ég hélt örlítinn gleðskap að heimili mínu á laugardaginn. Ég á gamla og mjög góða vini úr Borgarnesi sem heita Guðmundur Skúli Halldórsson og Fannar Þór Kristjánsson. Þeir eru þeirrrar gerðar að þeir eru gjörsamlega óútreiknanlegir, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka,“ segir Stefán Einar. Þegar boðið barst í veisluna fóru þeir Guðmundur Skúli og Fannar Þór að ræða sín á milli, á opinni Facebooksíðu, hvað væri best að gefa Stefáni Einari. Þeir veltu upp hugmyndum um ólík húsdýr. „Þegar boðið hófst komu þeir með stórt og veglegt búr. Í fanginu voru þeir með sex vikna gamlan grís sem þeir höfðu nefnt fallegu nafni, í höfuðið á konu sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta olli auðvitað ákveðnum vandkvæðum en við vorum með þessa gyltu á heimilinu í rúman sólarhring,“ segir Stefán Einar sem vill þó ekki gefa upp nafn gríssins. Stefán Einar segir að gyltan hafi vakið mikla lukku á heimilinu. Hann og Sara Lind Guðbergsdóttir, unnusta hans, hafi lengi velt því fyrir sér hvað ætti að gera við grísinn. „Við komum honum síðan fyrir á Hraðastöðum í Mosfellssveit. Þar er lítill húsdýragarður sem leikskólabörn heimsækja. Gyltan er þar ásamt silkihænum, kanínum og litlum rebba. Henni líður mjög vel þar - allavega síðast þegar ég frétti," segir Stefán Einar. „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar. Afmælisdagurinn sjálfur var í gær og ég hafði hugsað mér að eyða honum í eitthvað annað en að ala upp grís. En það spillti nú deginum ekki og ég mun ekki gleyma honum svo glatt,“ segir Stefán Einar.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum