Gylfi: Við vorum miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 21:58 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi. Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi.
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira