Pútín hvetur Obama til að fara sér hægt Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. september 2013 10:45 Pútín og Obama takast í hendur árið 2006. Mynd/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir það vekja ugg hve algengt það sé orðið að Bandaríkin beiti hernaði til að grípa inn í átök í öðrum ríkjum. „Milljónir manna víða um heim eru í auknum mæli hætt að líta Bandaríkin sem fyrirmynd lýðræðis heldur reiði þau sig einungis á hráa valdbeitingu, og hrófla saman bandalögum undir slagorðinu: Annað hvort ertu með okkur eða þú ert á móti okkur,” skrifar Pútín í grein, sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í morgun. Hann segir valdbeitinguna hins vegar hafa reynst áhrifalitla og marklausa, hvort sem litið er til Afganistans, Líbíu eða Íraks, og varar Bandaríkin við að endurtaka mistökin í Sýrlandi. „Engu skiptir hve hnitmiðaðar árásirnar eru eða hve fullkomin vopnin eru, óhjákvæmlegt er að almennir borgarar láti lífið, þar á meðal aldrað fólk og börnin, sem árásirnar eiga að verja,” skrifar Pútín. Hann hvetur Barack Obama til að fara að alþjóðalögum og reyna að leysa málin með friðsamlegum hætti frekar en að nota „tungumál valdsins”, og varar við því að Sameinuðu þjóðanna geti beðið sömu örlög og Þjóðabandalagsins, sem stofnað var árið 1919 en leið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. „Þetta gæti gerst ef áhrifarík ríki ganga framhjá Sameinuðu þjóðunum og leggja út í hernað án samþykkis öryggisráðsins,” segir Pútín. Hann segist ánægður með að samskipti hans og Obama einkennist í vaxandi mæli af gagnkvæmu trausti, en varar við tali Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin njóti sérstöðu og séu öðru vísi en aðrar þjóðir: „Það er afskaplega hættulegt að hvetja fólk til að líta á sig sem einstakt í sinni röð, hver svo sem hvötin er.” Þarna er hann að vísa til orða Obamas í ávarpi hans á þriðjudagskvöld, þar sem Obama sagði að „hugsjónir og lífsreglur” Bandaríkjamanna séu í húfi í Sýrlandi: „Þetta er það sem gerir Bandaríkin frábrugðin öðrum,” sagði Obama. „Þetta er það sem gerir okkur einstök.” Pútín hittir í dag John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hyggst spyrja Rússlandsforseta ítarlega út í það hvernig Rússar hugsa sér að fá Sýrlendinga til að afhenda efnavopn sín aðþjóðlegum eftirlitsmönnum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir það vekja ugg hve algengt það sé orðið að Bandaríkin beiti hernaði til að grípa inn í átök í öðrum ríkjum. „Milljónir manna víða um heim eru í auknum mæli hætt að líta Bandaríkin sem fyrirmynd lýðræðis heldur reiði þau sig einungis á hráa valdbeitingu, og hrófla saman bandalögum undir slagorðinu: Annað hvort ertu með okkur eða þú ert á móti okkur,” skrifar Pútín í grein, sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í morgun. Hann segir valdbeitinguna hins vegar hafa reynst áhrifalitla og marklausa, hvort sem litið er til Afganistans, Líbíu eða Íraks, og varar Bandaríkin við að endurtaka mistökin í Sýrlandi. „Engu skiptir hve hnitmiðaðar árásirnar eru eða hve fullkomin vopnin eru, óhjákvæmlegt er að almennir borgarar láti lífið, þar á meðal aldrað fólk og börnin, sem árásirnar eiga að verja,” skrifar Pútín. Hann hvetur Barack Obama til að fara að alþjóðalögum og reyna að leysa málin með friðsamlegum hætti frekar en að nota „tungumál valdsins”, og varar við því að Sameinuðu þjóðanna geti beðið sömu örlög og Þjóðabandalagsins, sem stofnað var árið 1919 en leið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. „Þetta gæti gerst ef áhrifarík ríki ganga framhjá Sameinuðu þjóðunum og leggja út í hernað án samþykkis öryggisráðsins,” segir Pútín. Hann segist ánægður með að samskipti hans og Obama einkennist í vaxandi mæli af gagnkvæmu trausti, en varar við tali Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin njóti sérstöðu og séu öðru vísi en aðrar þjóðir: „Það er afskaplega hættulegt að hvetja fólk til að líta á sig sem einstakt í sinni röð, hver svo sem hvötin er.” Þarna er hann að vísa til orða Obamas í ávarpi hans á þriðjudagskvöld, þar sem Obama sagði að „hugsjónir og lífsreglur” Bandaríkjamanna séu í húfi í Sýrlandi: „Þetta er það sem gerir Bandaríkin frábrugðin öðrum,” sagði Obama. „Þetta er það sem gerir okkur einstök.” Pútín hittir í dag John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hyggst spyrja Rússlandsforseta ítarlega út í það hvernig Rússar hugsa sér að fá Sýrlendinga til að afhenda efnavopn sín aðþjóðlegum eftirlitsmönnum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira