Erlent

Erfitt að staðsetja efnavopnin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd/AFP
Yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi segir að það verði erfitt verk að staðsetja og eyðileggja efnavopnabirgðir sýrlensku stjórnarinnar. Hann segist þó trúa því að það sé mögulegt.

Yfirmaðurinn, Ake Sellstrom, segir að mestu máli skipti hvort stjórnin í Damaskus og helstu flokkar uppreisnarmanna séu tilbúnir til samningaviðræðna um vopnahlé svo starfsmenn Sameinuðu þjóðanna geti unnið óhindrað í landinu.

Sellström fór fyrir hópnum sem rannsakaði árásina sem gerð var í úthverfi Damaskus á dögunum en í skýrslu hópsins er því slegið föstu að efnavopnum hafi veirð beitt.

Skýrslan leggur hinsvegar ekkert mat á hver hafi staðið fyrir árásinni, þrátt fyrir að vesturveldin fullyrði að hún bendi til sektar Sýrlandsstjórnar. Rússar segja á hinn bóginn ekki hægt að útiloka að uppreisnarmenn hafi staðið að árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×