Erlent

Beitt ofbeldi fyrir að kyssa aðra stúlku

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá vinstri: Yunka Mihue, Joana Palhares og Marco Feliciano.
Frá vinstri: Yunka Mihue, Joana Palhares og Marco Feliciano. samsett mynd
Tvær stúlkur voru leiddar á brott eftir að þær kysstust á fjöldasamkomu þingmannsins og predikarans Marco Feliciano í brasilísku borginni San Sebastian á sunnudag.

Mannfjöldinn fagnaði þegar Feliciano sagði að „réttast væri að leiða þær á brott í handjárnum“, og skömmu síðar komu verðir og fóru burt með stúlkurnar.

„Það var farið með mig undir sviðið þar sem þrír verðir réðust á mig,“ segir hin 18 ára Joana Palhares, önnur stúlknanna, en vinkona hennar er hin tvítuga Yunka Mihue. Segir Palhares að hún hafi verið slegin tvisvar sinnum í andlitið og er hún marin á bæði höndum og fótum eftir árásina.

„Þetta var alvarleg aðför að mannréttindum og tjáningarfrelsi,“ segir lögmaður stúlkunnar sem hefur kært Feliciano en við skýrslutöku sögðust stúlkurnar hafa kysstst til að mótmæla áróðri predikarans gegn samkynhneigð.

Ummæli hans um samkynhneigða eru umdeild og hefur hann meðal annars sagt samkynhneigð geta leitt til morða. Þá er hann einnig á þeirri skoðun að aukin réttindi kvenna séu skaðleg samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×