Erlent

Tók blaðapakka í misgripum fyrir iPad

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Simon McCoy var með heilan pakka af A4 blöðum í höndunum í fréttatíma BBC í morgun.
Simon McCoy var með heilan pakka af A4 blöðum í höndunum í fréttatíma BBC í morgun.
Fréttamaðurinn Simon McCoy vakti nokkra eftirtekt í morgun í fréttatíma BBC þegar hann birtist í beinni útsendingum með pakka af A4 blöðum í höndunum. McCoy greip blaðapakkann í misgripum fyrir iPad sem hann átti að vera með í útsendingunni.

Talsmaður BBC segir að McCoy einfaldlega gert mistök þegar hann hraðaði sér í beina útsendingu. „Þegar Simon McCoy var að undirbúa kynningu á frétt þá tók hann óvart með sér A4 blaðapakka í stað iPad sem lá við hliðina á pakkanum. Ekki gafst tími til að skipta pakkanum út fyrir iPad-inn,“ segir í tilkynningu frá BBC.

Myndbandið af atvikinu er af sjálfsögðu komið á veraldarvefinn og má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×