Innlent

Konan ákærð fyrir að hrækja á lögreglumanninn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á myndinni sjást brot úr myndbandinu sem fór eins og eldur í sinu um netheima.
Á myndinni sjást brot úr myndbandinu sem fór eins og eldur í sinu um netheima. mynd/365
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu sem var handtekin á Laugavegi í júlí. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar segir að konan sé ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni en hún á meðal annars að hafa hrækt á lögreglumann sem handtók hana í kjölfarið. Ákæran hefur enn ekki verið birt.

Eins og fram kom á Vísi fyrir helgi var lögreglumaðurinn ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi.

Atvikið náðist á myndband sem hefur vakið mikla athygli. Þar sést konan standa fyrir framan lögreglubíl á miðjum Laugavegi. Því næst gengur hún í átt að bílnum og er greinilegt að lögreglumanninum, sem er undir stýri, hugnast illa framganga hennar. Lögreglumaðurinn stuggar síðan við konunni með bílhurðinni.


Tengdar fréttir

Telur ákæru fram komna vegna umfjöllunar á netinu

Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur líklegt að ákæran sé fram komin meðal annars vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og á netinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.