Dagur segir Höskuld stunda lýðskrum Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2013 13:02 Degi sýnist Höskuldur vilja stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Samkvæmt aðalskipulagi fer flugvöllurinn í áföngum næstu tíu árin. Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001." Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001."
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira