Dagur segir Höskuld stunda lýðskrum Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2013 13:02 Degi sýnist Höskuldur vilja stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Samkvæmt aðalskipulagi fer flugvöllurinn í áföngum næstu tíu árin. Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001." Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira
Dagur B. Eggertsson gefur lítið fyrir hugmyndir Höskuldar Þórhallssonar; þær að ríkið ráði skipulagi flugvallasvæðisins. Hann kennir hugmyndirnar við lýðskrum. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, undirbýr nú frumvarp um að skipulagning flugvallarsvæðisins í Reykjavík flytjist frá borginni til ríksins. Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og honum þykir þessar hugmyndir Höskuldar furðulegar. „Mér sýnist Höskuldur þarna vera að gera tilraun til að stökkva á einhvern vinsældavagn sem hann telur eiga leið fram hjá. Ég held að það sé hvorki góð leið til að stjórna borg, stjórna landi eða skipulagsmálum yfirhöfuð að leyfa svona frá hendinni til munnsins bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Þetta eru mjög flókin mál og mjög margt sem þarf að taka tillit til. Það gerum við ekki í gegnum upphlaup í fjölmiðlum.“ Röksemdir Höskuldar ganga út á að Reykjavíkurflugvöllur sé undir sama hatti og Keflavíkurflugvöllur, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og alþingisreiturinn; þetta eru staðir sem snúa að landsmönnum öllum. Dagur telur slíka röksemdafærslu hæpna. „Það er auðvitað mjög margt í Reykjavík, sem er höfuðborg, sem varðar landið allt. Mjög margt. Við heyrðum það núna fyrir nokkrum vikum þegar tiltekinn reitur í miðborginni var mikið umdeildur að þá komu fram hugmyndir innan þingsins að það ætti að grípa inní því þetta varðaði þjóðina alla. Þannig má hugsa sé að það gildi einnig um reitinn í kringum Hörpu eða Laugardalinn þar sem þjóðarleikvangurinn er ... maður spyr sig? Höfum við ekki einmitt lært að það þarf heildarhugsun í skipulagsmálum; langtímasýn og taka alla hagsmunina við borðið inn í myndina en ekki svona pólitísk inngrip, við og við, bút fyrir bút, eftir því hvernig vindarnir blása hverju sinni.“ Undirskriftasöfnun meðal þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur gengið vonum framar. Að sögn Dags rennur athugasemdafresturinn út 20. september og þá má búast við því að borgaryfirvöld taki afstöðu til þeirra, sem og annarra athugasemda.En, flugvöllurinn er að fara? Er það ekki öruggt? „Aðalskipulagið hefur gert ráð fyrir því í tíu ár að hann fari í áföngum."Og eftir því er unnið? „Tillagan felur það í sér og við erum út af fyrir sig orðin langeyg eftir því að fá viðbrögð við þeirri stefnumörkun. Því hún er í raun ekkert að breytast í aðalskipulaginu sem nú er gerð tillaga um miðað við það sem samþykkt var 2001."
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira