Erlent

Hollande vill bíða skýrslu rannsóknarteymis Sameinuðu þjóðanna

Hollande leitar eftir stuðningi Evrópuríkja við hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandsstjórn.
Hollande leitar eftir stuðningi Evrópuríkja við hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandsstjórn.
François Hollande, forseti Frakklands, segir að Frakkland muni bíða skýrslu rannsóknarteymis Sameinuðu þjóðanna og samþykkis bandaríska þingsins áður en ákvörðun verði tekin um aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn.

Hollande lét hafa þetta eftir sér á fundi G20 ríkjanna í Pétursborg en hann telur mikilvægt að birta niðurstöðu skýrslunnar sem fyrst til að hægt verði að bregðast við. Talið er að skýrslu rannsóknarteymissins sé hins vegar ekki að vænta fyrr en í lok þessa mánaðar.



Frakklandsforseti gaf þó sterklega til kynna að aðgerða væri að vænta og sagði heiminn ekki geta setið hjá meðan einræðisherrar sem nota efnavopn gegn þjóð sinni sæti ekki ábyrgð. Þá sagði hann einng að hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandsstjórn væru til þess fallnar að setja pressu á þarlend stjórnvöld og hraða fyrir pólitískri lausn í málinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×