Kerry segir 1.429 manns hafa látist í efnavopnaárásinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. ágúst 2013 17:15 Johnn Kerry John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði rétt í þessu frá því að efnavopnaárásin í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku hafi kostað 1.429 manns lífið, þar af að minnsta kosti 429 börn. Hann segir engan vafa leika á því að það hafi verið Sýrlandsstjórn sem stóð að þessum árásum. Þremur dögum fyrir árásina hafi menn á vegum stjórnarhersins verið á vettvangi að kanna aðstæður og undirbúa árásina. Hann segir leyniþjónustumenn Bandaríkjanna hafa nákvæmar upplýsingar um það sem gerðist. Þeir viti nákvæmlega hvaðan og klukkan hvað flugskeytum hafi verið skotið á loft, og hvar þau lentu og klukkan hvað. Þeim hafi öllum verið skotið frá stöðum, sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu, og komið niður á stöðum sem uppreisnarmenn höfðu á valdi sínu. „Þetta snýst ekki lengur um það hvað við vitum heldur hvað við ætlum að gera,” segir Kerry. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna á vettvangi í Damaskus muni ekki leiða neitt í ljós, sem bandaríska leyniþjónustan veit ekki nú þegar. Sú rannsókn muni ekki sýna fram á hver ber ábyrgð á árásinni, heldur aðeins hvort efnavopn hafi verið notuð. Bandaríkjastjórn muni nú ræða frekar við bandamenn sína, ásamt því að ræða við Bandaríkjaþing um framhaldið. Hann segir trúverðugleika Bandaríkjanna í húfi auk þess sem þeim beri skylda til að tryggja að stjórn Bashar al Assads í Sýrlandi komist ekki refsilaust upp með að nota efnavopn gegn eigin þjóð. Upplýsingarnar, sem hann skýrði frá, hafa verið birtar á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins og sendar fjölmiðlum víða um heim. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði rétt í þessu frá því að efnavopnaárásin í úthverfum Damaskusborgar í síðustu viku hafi kostað 1.429 manns lífið, þar af að minnsta kosti 429 börn. Hann segir engan vafa leika á því að það hafi verið Sýrlandsstjórn sem stóð að þessum árásum. Þremur dögum fyrir árásina hafi menn á vegum stjórnarhersins verið á vettvangi að kanna aðstæður og undirbúa árásina. Hann segir leyniþjónustumenn Bandaríkjanna hafa nákvæmar upplýsingar um það sem gerðist. Þeir viti nákvæmlega hvaðan og klukkan hvað flugskeytum hafi verið skotið á loft, og hvar þau lentu og klukkan hvað. Þeim hafi öllum verið skotið frá stöðum, sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu, og komið niður á stöðum sem uppreisnarmenn höfðu á valdi sínu. „Þetta snýst ekki lengur um það hvað við vitum heldur hvað við ætlum að gera,” segir Kerry. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna á vettvangi í Damaskus muni ekki leiða neitt í ljós, sem bandaríska leyniþjónustan veit ekki nú þegar. Sú rannsókn muni ekki sýna fram á hver ber ábyrgð á árásinni, heldur aðeins hvort efnavopn hafi verið notuð. Bandaríkjastjórn muni nú ræða frekar við bandamenn sína, ásamt því að ræða við Bandaríkjaþing um framhaldið. Hann segir trúverðugleika Bandaríkjanna í húfi auk þess sem þeim beri skylda til að tryggja að stjórn Bashar al Assads í Sýrlandi komist ekki refsilaust upp með að nota efnavopn gegn eigin þjóð. Upplýsingarnar, sem hann skýrði frá, hafa verið birtar á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins og sendar fjölmiðlum víða um heim.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira