Vera Jóns Baldvins talin geta skaðað hagsmuni nemenda Karen Kjartansdóttir skrifar 31. ágúst 2013 19:17 Kennsla Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra þótti ógna nauðsynlegum friði við Háskóla Íslands og var því ákveðið að hann yrði ekki gestakennari í haust. Þessar skýringar gefur forseti félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Jón Baldvin, ákvörðun háskólans um að hafa afturkallað beiðni um að hann kenndi námskeið um smáþjóðir í alþjóðakerfinu líkt og hann hefur gert í háskóla í borginni Vilnius í Litháen. Beiðnin var afturkölluð eftir að ákvörðunin sætti gagnrýni femínista á vefsíðunni Knúz.is vegna ósæmilegra bréfaskrifta Jóns til ungrar frænku eiginkonu sinnar þegar hann gegndi enn embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands í dag en í skriflegum svörum frá Daða Má Kristóferssyni, forseta félagsvísindadeildar, segir meðal annars: „Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að rækja hlutverk sitt sem menntastofnun eins vel og auðið er. Við skipulag kennslu er eftir atvikum leitað til gestafyrirlesara utan skólans. Deilur innan skólans um fyrirkomulag kennslu eða þá einstaklinga sem fengnir eru til að sinna tilfallandi kennslu geta torveldað faglegt kennslustarf og skaðað hagsmuni nemenda. Sú ákvörðun að Jón Baldvin Hannibalsson muni ekki halda gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur er fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina." „Gagnvart háskólanum snýst málið einungis um að tryggja nauðsynlegan vinnufrið innan skólans. Einstakir starfsmenn skólans verða sjálfir að færa rök fyrir sinni afstöðu. Skólinn leggur að öðru leyti ekki mat á þær deilur sem uppi hafa verið af þessu tilefni. Rétt er að undirstrika Jóni Baldvin hefur vandlega verið gerð grein fyrir þessum forsendum ákvörðunar háskólans." Engin sátt hefur þó myndast um málið og þykir mörgum sem þarna sé of harkalega brugðist við. Jón Baldvin hafi ekki verið ákærður fyrir dónabréfin og langur tími sé liðin síðan þau voru send. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Háskóla Íslands og telja að útskúfun frá störfum engum til heilla er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í lífskoðunarfélaginu Siðmennt og ritstjóri vefsíðunnar skodun.is. Hann segir að sér þyki skilaboð um að ef upp komist um glæp eða hneykslanlega háttsemi eigi fólk enga leið aftur inn í samfélagið varasöm, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur orðið á í lífinu.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira