Þriggja er saknað eftir að þyrla hrapaði í sjóinn við Hjaltlandseyjar nú í kvöld. Átján farþegar voru um borð í þyrlunni en búið er að bjarga fimmtán manns úr flakinu og koma þeim undir læknishendur.
Atvikið átti sér stað klukkan 18.20 að staðartíma en þyrlan fór í sjóinn um tvær mílur frá Summburgh flugvellinum.
Samkvæmt vefsíðu Sky News er ástand þeirra sem björguðust ekki enn vitað.
Björgunarsveitarmenn leita nú að þeim sem saknað er.
Þyrla hrapaði í sjóinn við Hjaltlandseyjar
Kristjana Arnarsdóttir skrifar
