Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig 27. ágúst 2013 09:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. Samningur Sigurðar Ragnars við KSÍ rann út að loknu Evrópumótinu. Stjórn KSÍ veitti Þóri umboð til að semja við hann á nýjan leik. „Þá fékk ég símtal frá einum leikmanni landsliðsins sem segir mér að nokkrir aðrir leikmenn séu mjög ósáttir. Ég var ekki sáttur við það símtal og sagði að þessar stúlkur ættu að hafa beint samband við mig ef þær væru eitthvað ósáttar, ég myndi ekki taka við svona í gegnum annan aðila," segir Þórir í samtali við Fótbolta.net. Edda Garðarsdóttir, landsliðskona sem ekki var valin í lokahópinn fyrir EM, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að framkvæmdastjórinn hefði óskað eftir því að leikmennirnir sendu honum bréf og greindu frá óánægju sinni.Í umfjöllun Fréttablaðsins sem birtist á laugardaginn, þar sem leikmennirnir fjórir sem skrifuðu bréfið voru nafngreindir, neitaði formaður KSÍ, fyrir hönd framkvæmdastjórann sem var í fríi, að óskað hefði verið eftir nokkru skriflega. Þórir staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net. „Ég hef ekki verið í neinu sambandi við þessar stúlkur sem skrifuðu bréfið fyrir utan stutt sms-samskipti við eina þeirra. Hún sendi mér sms og ég svaraði „Ræðum saman á mánudaginn". Áður en ég náði að ræða við hana þá var þetta bréf komið til Sigga Ragga," segir Þórir.Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir á góðri stundu.Mynd/DaníelFramkvæmdastjórinn fékk afrit af tölvupóstinum sem sendur var Sigurði Ragnari. Þórir hafi skömmu síðar fengið fyrirspurn frá íþróttafréttamanni Rúv um tölvupóstinn. Sá hafi fullyrt að í tölvupóstinum væri hótun leikmanna um að spila ekki áfram með liðinu yrði Sigurður Ragnar áfram þjálfari þess. „Ég tók strax upp símann og sagðist ekki vilja hafa neitt eftir mér en sagði að því færi fjarri að í bréfinu væri einhver hótun heldur vangaveltur um framtíð liðsins," segir Þórir. Íþróttafréttamenn Rúv hafa bréfið undir höndum en hafa ekki enn birt það. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður Rúv, tjáði sig um málið á Twitter í gær.Þórir virðist sammála Hans Steinari, segir um storm í vatnsglasi að ræða og í bréfinu hafi ekki falist nein hótun líkt og íþróttafréttamaður Rúv taldi sig hafa heimildir fyrir í samtali við sig. „Það hefur aldrei komið neitt frá KSÍ um að í þessu bréfi væri einhver hótun. Ég hefði persónulega komið þessum vangaveltum á framfæri á annan hátt en í þessu fólst engin hótun. Siggi Raggi hefur sjálfur sagt að þetta bréf hafi ekki haft nein áhrif á það hvort hann héldi áfram eða ekki.“Frá æfingu kvennalandsliðsins.Mynd/StefánLandsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir, ein þeirra fjögurra sem skrifuðu bréfið, sagðist í samtali við 433.is í gær að hún ætlaði ekki að taka þátt í leik KSÍ. Þórir kom af fjöllum og sagðist ekkert skilja í ummælum Þóru. „Öll þessi umræða sem hefur verið í gangi hefur ekkert komið í gegnum okkur. Ég get ekkert stjórnað því hvað blaðamenn skrifa, við höfum ekkert um það að segja. Ég veit ekkert hvernig menn höfðu vitneskju um þetta bréf eða hvernig einhverjir fjölmiðlamenn fengu það í sínar hendur.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 „Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“ Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt. 26. ágúst 2013 13:42 Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. Samningur Sigurðar Ragnars við KSÍ rann út að loknu Evrópumótinu. Stjórn KSÍ veitti Þóri umboð til að semja við hann á nýjan leik. „Þá fékk ég símtal frá einum leikmanni landsliðsins sem segir mér að nokkrir aðrir leikmenn séu mjög ósáttir. Ég var ekki sáttur við það símtal og sagði að þessar stúlkur ættu að hafa beint samband við mig ef þær væru eitthvað ósáttar, ég myndi ekki taka við svona í gegnum annan aðila," segir Þórir í samtali við Fótbolta.net. Edda Garðarsdóttir, landsliðskona sem ekki var valin í lokahópinn fyrir EM, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að framkvæmdastjórinn hefði óskað eftir því að leikmennirnir sendu honum bréf og greindu frá óánægju sinni.Í umfjöllun Fréttablaðsins sem birtist á laugardaginn, þar sem leikmennirnir fjórir sem skrifuðu bréfið voru nafngreindir, neitaði formaður KSÍ, fyrir hönd framkvæmdastjórann sem var í fríi, að óskað hefði verið eftir nokkru skriflega. Þórir staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net. „Ég hef ekki verið í neinu sambandi við þessar stúlkur sem skrifuðu bréfið fyrir utan stutt sms-samskipti við eina þeirra. Hún sendi mér sms og ég svaraði „Ræðum saman á mánudaginn". Áður en ég náði að ræða við hana þá var þetta bréf komið til Sigga Ragga," segir Þórir.Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir á góðri stundu.Mynd/DaníelFramkvæmdastjórinn fékk afrit af tölvupóstinum sem sendur var Sigurði Ragnari. Þórir hafi skömmu síðar fengið fyrirspurn frá íþróttafréttamanni Rúv um tölvupóstinn. Sá hafi fullyrt að í tölvupóstinum væri hótun leikmanna um að spila ekki áfram með liðinu yrði Sigurður Ragnar áfram þjálfari þess. „Ég tók strax upp símann og sagðist ekki vilja hafa neitt eftir mér en sagði að því færi fjarri að í bréfinu væri einhver hótun heldur vangaveltur um framtíð liðsins," segir Þórir. Íþróttafréttamenn Rúv hafa bréfið undir höndum en hafa ekki enn birt það. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður Rúv, tjáði sig um málið á Twitter í gær.Þórir virðist sammála Hans Steinari, segir um storm í vatnsglasi að ræða og í bréfinu hafi ekki falist nein hótun líkt og íþróttafréttamaður Rúv taldi sig hafa heimildir fyrir í samtali við sig. „Það hefur aldrei komið neitt frá KSÍ um að í þessu bréfi væri einhver hótun. Ég hefði persónulega komið þessum vangaveltum á framfæri á annan hátt en í þessu fólst engin hótun. Siggi Raggi hefur sjálfur sagt að þetta bréf hafi ekki haft nein áhrif á það hvort hann héldi áfram eða ekki.“Frá æfingu kvennalandsliðsins.Mynd/StefánLandsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir, ein þeirra fjögurra sem skrifuðu bréfið, sagðist í samtali við 433.is í gær að hún ætlaði ekki að taka þátt í leik KSÍ. Þórir kom af fjöllum og sagðist ekkert skilja í ummælum Þóru. „Öll þessi umræða sem hefur verið í gangi hefur ekkert komið í gegnum okkur. Ég get ekkert stjórnað því hvað blaðamenn skrifa, við höfum ekkert um það að segja. Ég veit ekkert hvernig menn höfðu vitneskju um þetta bréf eða hvernig einhverjir fjölmiðlamenn fengu það í sínar hendur.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 „Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“ Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt. 26. ágúst 2013 13:42 Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39 Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
„Tökum ekki þátt í þessum leik KSÍ“ Þóra Björg Helgadóttir, markvörður kvennalandsiðsins og LdB Malmö, segir að bréfið sem hún sendi Sigurði Ragnari Eyjólfssyni á dögunum verði ekki birt. 26. ágúst 2013 13:42
Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. 19. ágúst 2013 14:39
Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu. 19. ágúst 2013 12:04
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40