FH-banarnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2013 20:44 Mynd/Arnþór FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum. Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3. Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3 1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)[Austria Vín vann samanlagt 4-3]Basel - Ludogorets 2-0 1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.) [Basel vann samanlagt 6-2]Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2 0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]PAOK - Schalke 04 2-3 0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)[Schalke vann samanlagt 4-3]Arsenal - Fenerbahce 2-0 1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)[Arsenal vann samanlagt 5-0] Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum. Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3. Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3 1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)[Austria Vín vann samanlagt 4-3]Basel - Ludogorets 2-0 1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.) [Basel vann samanlagt 6-2]Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2 0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]PAOK - Schalke 04 2-3 0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)[Schalke vann samanlagt 4-3]Arsenal - Fenerbahce 2-0 1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)[Arsenal vann samanlagt 5-0]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira