Innlent

Hleypt inn í hollum í nýja verslun Nettó

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Löng röð hefur myndast við opnun nýrrar verslunar Nettó í dag.
Löng röð hefur myndast við opnun nýrrar verslunar Nettó í dag. mynd/Stefán Karlsson
„Við erum mjög þakklát fyrir góðar móttökur,“ segir Ómar Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samkaupa sem reka Nettó. En það er búið að vera röð út úr dyrum við nýja verslun Nettó á Granda í vesturbæ Reykjavíkur  og fólki er hleypt  í hollum eftir að verslunin opnaði í dag.. „Þetta er fjórða Nettó verslunin sem opnar á höfuðborgarsvæðinu og það hefur greinilega vantað Nettó verslun í vesturbæinn,“ bætir Ómar við. „Það kom maður til mín áðan sem sagðist ekki hafa séð svona langa röð í vesturbænum frá því að flugeldasalan þar var og hét.“

Það dregur væntanlega marga að að í tilefni opnunarinnar geta viðskiptavinir unnið gjafakort frá Nettó, hitt landsliðstelpurnar í fótbolta sem árita plaköt. Þá er 300 fyrstu viðskiptavinum dagsins lofað gjafabréfi frá ísbúðinni Valdísi og hundrað fyrstu fá að auki óvæntan glaðning. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×