Fótbolti

Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron í landsleik með U21 árs liði Íslands gegn Englandi á Laugardalsvelli.
Aron í landsleik með U21 árs liði Íslands gegn Englandi á Laugardalsvelli. Mynd/Anton
Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar.

Aron tilkynnti á mánudaginn að hann hefði tekið þá ákvörðun að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Ákvörðunin hefur vakið mikla athygli og sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins.

AP-fréttastofan greinir frá því að umsóknin liggi nú á borði FIFA sem muni meta hvort öll skilyrði fyrir breytingunni séu uppfyllt. Þar sem Aron er fæddur í Bandaríkjunum og hefur ekki spilað með A-landsliði Íslands má fastlega gera ráð fyrir því að FIFA samþykki beiðnina.

Aron spilaði með U21 árs landsliði Íslands í undankeppni EM 2013 og þarf af þeim sökum að fá heimild frá FIFA til þess að skipta um landslið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×