Fótbolti

Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
„Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Aron Jóhannsson tilkynnti á mánudaginn að hann ætlaði sér að spila með landsliði Bandaríkjanna í framtíðinni. Aron er fæddur vestanhafs en á íslenska foreldra og bjó hér á landi frá þriggja ára aldri og allt þar til hann hélt í atvinnumennsku seint á táningsaldri.

„Hann er afar mikið efni og á bjarta framtíð fyrir sér. Við hlökkum til að kynna hann fyrir landsliðinu sem allra fyrst,“ sagði Klinsmann.

Bandaríkin mæta Bosníu Hersegóvínu í æfingaleik þann 14. ágúst. AP fréttastofan segir að bandaríska knattspyrnusambandið reikni með Aroni til æfinga í aðdraganda þess leiks. Óvíst er þó hvort heimild um breytinu á landsliði fáist hjá FIFA í tíma fyrir leikinn.


Tengdar fréttir

Búið að sækja um breytinguna fyrir Aron

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins þess efnis að Aron Jóhannsson fái að spila með landsliði þjóðarinnar.

Aron valdi bandaríska landsliðið

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni.

Mun ekki tjá sig um ástæðuna

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni.

Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu

Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna.

Klinsmann búinn að ræða við Aron?

Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst.

Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons

Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×