Innlent

Seljavallalaug ein af bestu sundlaugum veraldar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fólk getur verið sammála um að Seljavallalaug sé algjör paradís.
Fólk getur verið sammála um að Seljavallalaug sé algjör paradís. MYND/GETTY
Lesendur The Guardian hafa valið Seljavallalaug sem eina af tíu bestu sundlaugum veraldar. Fyrir þá sem ekki vita er Seljavallalaug jarðhitalaug sem staðsett er í Laugárgili undir Eyjafjöllum.

Í greininni sem birtist í dag kemur fram að laugin sé sú elsta á Íslandi, en hún var hlaðin árið 1923, og var sú stærsta til ársins 1936. Tekið er fram að umhverfi laugarinnar sé ævintýralegt og vatnið hlýtt og notalegt. Þá er sérstaklega minnst á að jarðhitalaugin hafi fyllst af ösku þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010.

Ólympíulauginn í Sidney trónir á toppi listans, en meðal annarra lauga á listanum eru Badeschiff „fljótandi laugin“ í Berlín og sundlaugin Sea Point Pavillion við ströndina í Höfðaborg í Afríku.

Hægt er að skoða listann í heild sinni á vef The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×