Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Ísland áfram í 8 liða úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 17. júlí 2013 10:58 Rakel Hönnudóttir í baráttunni í Växjö. Nordicphotos/AFP Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira