Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Ísland áfram í 8 liða úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 17. júlí 2013 10:58 Rakel Hönnudóttir í baráttunni í Växjö. Nordicphotos/AFP Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu. Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu.
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira